Innlent

Baldvin Þór verður ritstjóri breytts Kastljóss

Jakob Bjarnar skrifar
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri boðar miklar breytingar innan Ríkisútvarpsins ohf og taka þær gildi strax eftir áramót.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri boðar miklar breytingar innan Ríkisútvarpsins ohf og taka þær gildi strax eftir áramót. vísir/vilhelm

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri boðar skipulagsbreytingar hjá Ríkisútvarpinu ohf.

Fram kemur í bréfi til starfsfólks að unnið hafi verið að því verkefni, í samvinnu dagskrárdeildar sjónvarps og fréttastofu að móta nýtt Kastljós sem verður á dagskrá þegar á nýju ári.

Baldvin Þór Bergsson hættir sem dagskrárstjóri Rásar 2 um áramót og tekur þá við sem ritstjóri nýs Kastljóss.aðsend

Stefán tilkynnir að um það verkefni hafi Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri Rásar 2 haldið utan um og muni hann frá áramótum láta af störfum sem dagskrárstjóri og þess að vera yfirmaður þess sem Stefán kallar „númiðla“; sem á við um umsvif Ríkisútvarpsins á vefnum, og muni hann taka við sem ritstjóri hins nýja Kastljóss.

Þá boðar Stefán að Baldvin Þór muni einnig leiða verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“ en það er í fullum gangi, að sögn útvarpsstjóra. Baldvin Þór mun móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag vefritstjórnar og vefmála í samvinnu við alla þá sem að þeim málum stofnunarinnar koma.


Tengdar fréttir

Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið

Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans

Telur ó­skyn­sam­legt að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×