Einar Þorsteins hættur á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2022 14:37 Einar Þorsteinsson hefur verið burðarás hins fréttatenda Kastljóss-þáttar sem er einatt á dagskrá Ríkisútvarpsins að loknum kvöldfréttum. RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06