Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 19:01 Romelu Lukaku er ekki sáttur við leikkerfið sem Thomas Tuchel vill spila. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira