Veðurstofa Bandaríkjanna segir frá þessu, en þessi mikli hiti hefur haft í för með sér gríðarlegt úrhelli á Kódíak. Á þessum árstíma hefur vanalega verið mikil snjókoma á staðnum.
Rick Thoman, sérfræðingur hjá Loftslagsmiðstöð Alaska, segir í samtali við Guardian segir það „fáránlegt“ að sjá slíkar hitatölur á staðnum. Nýja metið hafi fallið í hitabylgju þar sem meðal annars hafi mælst 18,3 gráðu hiti á flugvellinum í Kódíak og 16,6 gráðu hiti í Cold Bay á Aljútaeyjum. Þá hafi liðið átta dagar í röð þar sem hitinn fór yfir tíu gráður í bænum Aleutian á eynni Unalaska.
The Kodiak Tide Gauge station recorded an amazing 67°F yesterday. This is a new statewide temperature record for December. The Kodiak Airport recorded 65°F. This broke their monthly record by 9°F! The weather balloon launched at the same time confirms these amazing readings. pic.twitter.com/IuTPCGOrFU
— NWS Alaska Region (@NWSAlaska) December 27, 2021
Thoman segist ekki hafa talið að slíkar hitatölur væru mögulegar í Alaska.
Hlýindi og rigningar um miðjan vetur hafa þó orðið tíðari í Alaska síðustu tvo áratugina og segir Thoman þetta vera merki um loftslagsbreytingar. „Þetta er nákvæmlega það sem við megum reikna með í hlýrri heimi.“
Hann segist reikna með að þróunin haldi áfram, að vetrar verði áfram kaldir en hlýrri kaflar verði tíðari.