Neville gagnrýndi Ronaldo og Fernandes og kallaði lið United hóp af vælukjóum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 07:30 Gary Neville var hvorki hrifinn af frammistöðu né viðhorfi Brunos Fernandes og Cristianos Ronaldo gegn Newcastle United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville gagnrýndi frammistöðu Manchester United gegn Newcastle United og kallaði leikmenn liðsins vælukjóa. Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti