Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:32 Allt að sex klukkustunda bið hefur verið eftir því að komast í covid-próf í Ástralíu undanfarna daga. EPA-EFE/DANNY CASEY Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04