Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:06 Suður-Afríka hefur verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19 í Afríku. EPA-EFE/Kim Ludbrook Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01