Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 07:52 Íbúar í Washington D.C. bíða í langri röð eftir að fá afhent ókeypis heimapróf fyrir jólahátíðina. epa/Jim Lo Scalzo Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. Sérfræðingar hafa þó enn áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi tilfella muni verða heilbrigðisstofnunum ofviða. Fleiri en 100 þúsund tilvik greindust á einum sólahring í Bretlandi í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í faraldrinum. Samkvæmt vísindamönnum sem vinna að rannsókn sem nú stendur yfir í Skotlandi ættu 47 að hafa lagst inn á sjúkrahús með ómíkron ef afbrigðið hegðaði sér eins og delta. Raunverulegur fjöldi er hins vegar 15. Um 65 prósent færri legðust nú inn á sjúkrahús en tilfelli ómíkron væru hins vegar enn fá og fátt um eldra fólk. Jim McMenamin, sem fer fyrir baráttunni gegn Covid-19 í Skotlandi segir um að ræða góðar fréttir, með fyrirvara. Mark Woolhouse, prófessor við University of Edinburgh, segir að mögulega muni einstaklingar almennt upplifa mildari veikindi en vegna delta en hættan væri hins vegar sú að margir veikist á sama tíma og setja gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið. Rannsóknin í Suður-Afríku bendir til þess að þeir sem veikjast af ómíkron séu 70 til 80 prósent ólíklegri til að þurfa á innlögn að halda en þeir sem hafa greinst með önnur afbrigði veirunnar. Hins vegar virðist þeim fara eins sem leggjast inn yfirhöfuð. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Suður-Afríka Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06 Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Sérfræðingar hafa þó enn áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi tilfella muni verða heilbrigðisstofnunum ofviða. Fleiri en 100 þúsund tilvik greindust á einum sólahring í Bretlandi í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í faraldrinum. Samkvæmt vísindamönnum sem vinna að rannsókn sem nú stendur yfir í Skotlandi ættu 47 að hafa lagst inn á sjúkrahús með ómíkron ef afbrigðið hegðaði sér eins og delta. Raunverulegur fjöldi er hins vegar 15. Um 65 prósent færri legðust nú inn á sjúkrahús en tilfelli ómíkron væru hins vegar enn fá og fátt um eldra fólk. Jim McMenamin, sem fer fyrir baráttunni gegn Covid-19 í Skotlandi segir um að ræða góðar fréttir, með fyrirvara. Mark Woolhouse, prófessor við University of Edinburgh, segir að mögulega muni einstaklingar almennt upplifa mildari veikindi en vegna delta en hættan væri hins vegar sú að margir veikist á sama tíma og setja gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið. Rannsóknin í Suður-Afríku bendir til þess að þeir sem veikjast af ómíkron séu 70 til 80 prósent ólíklegri til að þurfa á innlögn að halda en þeir sem hafa greinst með önnur afbrigði veirunnar. Hins vegar virðist þeim fara eins sem leggjast inn yfirhöfuð. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Suður-Afríka Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06 Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06
Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57