Enski boltinn

Þunnskipaðir hópar er Liverpool tekur á móti Leicester

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool er liðið mætir Leicester í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á morgun.
Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool er liðið mætir Leicester í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á morgun. EPA-EFE/ANDREW YATES

Bæði Liverpool og Leicester mæta með laskað lið til leiks er liðin mætast í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á Anfield á morgun.

Liverpool verður án Virgil van Dijk, Fabinho og Curtis Jones, en þeir eru enn í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á dögunum. Þá er framherjinn Divock Origi frá vegna meiðsla og bakvörðurinn Andrew Robertson tekur út leikbann.

Það er þó ekki þar með sagt að leikmenn Leicester eigi eftir að eiga auðveldan dag á skrifstofunni þar sem að mannekla hrjáir þá einnig.

Leicester verður líklega án allra fimm miðvarða liðsins. Útlit er fyrir að þeir Jonny Evans, Caglar Söyüncü, Jannik Vestergaard, Wesley Fofana og Filip Bankovic verði allir fjarro góðu gamni.

Leicester hefur ekki spilað leik í tíu daga, en leikjum liðsins gegn Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni var báðum frestað á dögunum. Liverpool lék hins vegar seinast á sunnudaginn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×