Gefur í skyn að slæm hegðun utan vallar hafi haldið Foden og Grealish á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 19:31 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að slæm hegðun utan vallar verði til þess að leikmenn missi sæti sitt í liðinu. EPA-EFE/ANDREW YATES Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það í skyn að ástæða þess að ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Jack Grealish hafi ekki komið við sögu í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær sé slæm hegðun leikmannana utan vallar. Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði. Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53