Enski boltinn

Stjóri Úlfanna hundóánægður með VAR: Verða að taka betri ákvarðanir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bruno Lage, stjóri Wolves.
Bruno Lage, stjóri Wolves. vísir/Getty

Bruno Lage, stjóri Wolves, skaut föstum skotum á dómara ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Chelsea.

Daniel Podence virtist vera að koma Úlfunum í forystu snemma leiks en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR, var það dæmt af vegna stöðu Raul Jimenez inn á vítateignum.

„Ég vil ekki þurfa að tala um reglurnar. Þetta var góð fyrirgjöf og Podence kemur sem annar maður inn á teig og skorar. Þá fer VAR að skoða stöðuna á Raul (Jimenez). Það var erfitt að tala við strákana eftir leik því þeir voru allir að svekkja sig á þessu,“

„Við lentum illa í VAR fyrr í vetur. Ég reyni að útskýra fyrir leikmönnum mínum að það þýði ekkert að tala um þetta en dómararnir verða að nýta VAR til að taka betri ákvarðanir,“ segir Lage.

Úlfarnir hafa spilað agaðan varnarleik á tímabilinu en Lage var ánægður með spilamennsku liðsins í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við stjórna þessum leik. Við sköpuðum mikil vandræði fyrir þá og þeir þurftu að breyta leikskipulaginu sínu. Þeir gerðu vel í síðari hálfleik og ég held að það hafi verið sanngjarnt að bæði lið fengu eitt stig,“ segir Lage.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×