Chelsea fjarlægist toppinn eftir markalaust jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þoka í Wolverhampton.
Þoka í Wolverhampton. vísir/Getty

Chelsea er að dragast aftur úr í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tvö jafntefli í röð.

Í dag voru Chelsea í heimsókn hjá Wolverhampton Wanderers en Úlfarnir hafa verið eitt allra besta varnarlið deildarinnar á undanförnum vikum.

Úlfarnir virtust vera að ná forystunni snemma leiks því Daniel Podence skoraði eftir fimmtán mínútna leik. Eftir að markið hafði verið skoðað af VAR var það dæmt af.

Chelsea tókst ekki að brjóta þéttan varnarmúr heimamanna á bak aftur þar sem ekkert mark var skorað í leiknum. Markalaust jafntefli niðurstaðan.

Chelsea er þar með komið sex stigum á eftir toppliði Man City og mun missa Liverpool fimm stigum fram úr sér í 2.sætinu, takist Liverpool að leggja Tottenham að velli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira