Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 11:06 Þáttastjórnendurnir þrír eru meðal vinsælustu sjónvarpsmanna Fox News. Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira