Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 11:06 Þáttastjórnendurnir þrír eru meðal vinsælustu sjónvarpsmanna Fox News. Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent