Segja milljónir barna seldar í þræla- og kynlífsvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 08:46 Samkvæmt skýrslu Lumos eru milljónir barna út um allan heim rændar barnæskunni. Getty/Beata Zawrzel Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lumos, sem voru stofnuð af rithöfundinum J.K. Rowling, segja um 5,4 milljónir barna út um allan heim búa á barnaheimilum þar sem þarfir þeirra eru vanræktar og þau eru misnotuð. Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira