Salah hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár, og er sem stendur markahæsti maður deildarinnar með 13 mörk í 15 leikjum. Hann gekk til liðs við Liverpool árið 2017, en núverandi samningur hans rennur út sumarið 2023.
Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að fá leikmanninn til að skrifa nafn sitt á nýjan og framlengdan samning við Liverpool, segist stjóri félagsins, Jürgen Klopp, vera vongóður um að það gerist í náinni framtíð.
„Við erum búnir að vera að spjalla saman. Að framlengja samningi við leikmann eins og Salah er ekki eitthvað sem þú gerir yfir tebolla og kemst að samkomulagi seinni partinn,“ sagði Klopp.
Hann tók einnig fram að engin leiðindi séu á milli þeirra tveggja.
„Salah er góður, ég er góður. Það sem við viljum öll er augljóst. Svona hlutir taka tíma.“
„Ég held að við viljum öll leysa þetta. Það tekur bara tíma, þannig er það bara.“