Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 14:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funda í vikunni um stöðu mála í Úkraínu. Getty/Peter Klaunzer Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21