Enski boltinn

Carrick segir skilið við United: „Hundrað prósent mín ákvörðun“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michael Carrick hefur sagt skilið við Manchester United.
Michael Carrick hefur sagt skilið við Manchester United. vísir/Getty

Eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Arsenal í kvöld hefur Michael Carrick ákveðið að yfirgefa félagið. Carrick stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara á dögunum, en Ralf Rangnick tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en mér finnst eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ sagði Carrick í samtali við Amazon Prime eftir sigurinn í kvöld. „Ég ætlaði að taka mér frí eftir að ég hætti að spila en það gerðist aldei. Mér líður eins og þetta sé rétti tíminn til að stíga til hliðar og þvílíkur endir.“

Carrick segir að ákvörðunin sé alfarið hans og að hann beri mikla virðingu fyrir komandi þjálfara.

„Þetta er hundrað prósent mín ákvörðun. Seinustu vikuna hef ég verið meðvitaður um það að ég ber virðingu fyrir klúbbnum og stjóranum sem er að koma. Mér finnst þetta vera rétt ákvörðun bæði fyrir klúbbinn og Ralf [Rangnick] og ég er ánægður með hana.“

„Við vorum í þeirri stöðu að það var undir okkur komið að klára þessa leiki. Hollusta mín við Ole hefur eitthvað að gera með þessa ákvörðun, en það eru margir hlutir sem gera það.“

Að lokum segir Carrick að hann sé stoltur af tíma sínum hjá United.

„Ég er búinn að búa til frábærar minningar og ég er stoltur af leikmönnunum í seinustu þremur leikjum.“

„Ég er nýbúinn að segja leikmönnunum þetta og þeir voru aðeins hissa. Þetta var tilfinningarík stund í búningsklefanum og ég rétt náði að halda aftur að mér.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.