Sagðist vita hvernig Chelsea vildi spila og ákvað því að setja Ronaldo á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 17:31 Michael Carrick ræðir við Cristiano Ronaldo áður en Portúgalinn kom inn á gegn Chelsea. Clive Rose/Getty Images Það vakti mikla athygli er leikur Chelsea og Manchester United hófst að Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur á vellinum sjálfum. Portúgalska stjarnan hóf leik meðal varamanna og kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47
Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01
United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31
Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn