Enski boltinn

Eigendur West Ham þurfa að borga leigusalanum milljónir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
David Gold og David Sullivan, eigendur West Ham, þurfa að opna veskið eftir að tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretensky keypti 27 prósent hlut í félaginu.
David Gold og David Sullivan, eigendur West Ham, þurfa að opna veskið eftir að tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretensky keypti 27 prósent hlut í félaginu. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images

Nafnarnir David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham United, þurfa að borga rekstraraðilum London leikvangsins einhverjar milljónir punda eftir að tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretensky keypti 27 prósent hlut í félaginu.

Leigusamningur West Ham á London leikvangnum, sem er í eigu skattgreiðendam, kveður á um að  félagið þurfi að borga sektir ef félagið yrði selt fyrir meira en 300 milljónir punda fyrir árið 2023.

Heimildir herma að miðað við fjárfestingu Kretinsky í félaginu sé það metið á 700 milljónir punda.

Samkvæmt heimildum BBC hafa forráðamenn West Ham skilað inn öllum gögnum sem snúa að kaupum Tékkans á hlut í félaginu, og í kjölfarið á því þurfa Sullivan og Gold að borga E20, rekstraraðilum leikvangsins, nokkrar milljónir punda. Það fé er líklega kærkomið því leikvangurinn er rekinn með tapi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.