MeToo mætt af hörku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 22:00 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. Fleiri konur hafa orðið fyrir barðinu á kínverska ríkinu að undanförnu. AP/Andy Wong Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu. Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru. Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru.
Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira