Svo ungur að þeir urðu að skipta út kampavíninu fyrir snakk og kökur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 15:30 Zac Williams með snakkpokann sinn eftir leik. Twitter/@crewealexfc Það er vel þekkt þegar menn leiksins í enska boltanum fái kampavínsflösku eftir leik og oftast í beinni í sjónvarpsviðtali. Það getur stundum skapað vandamál. Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira