Svo ungur að þeir urðu að skipta út kampavíninu fyrir snakk og kökur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 15:30 Zac Williams með snakkpokann sinn eftir leik. Twitter/@crewealexfc Það er vel þekkt þegar menn leiksins í enska boltanum fái kampavínsflösku eftir leik og oftast í beinni í sjónvarpsviðtali. Það getur stundum skapað vandamál. Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira