Enski boltinn

Þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en vann milljónir í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Terry Kennedy hefur ekki haft heppnina mikið með sér fyrr en kannski í vikunni.
Terry Kennedy hefur ekki haft heppnina mikið með sér fyrr en kannski í vikunni. Skjámynd/@notpotmongs

Óheppinn í meiðslum en heppinn í lottó eða hvernig var aftur orðtakið? Af öllu gríni slepptu þá breyttust hlutirnir snögglega fyrir Englendinginn Terry Kennedy á dögunum en hann var einn af þeim sem fékk ekki að upplifa drauma sína inn á knattspyrnuvellinum.

Terry Kennedy var einu sinni við hið Harry Maguire í vörn Sheffield United og hafði leikið sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins sautján ára gamall.

Miklar vonir voru bundnar við Terry alveg eins og við Harry Maguire. Maguire átti eftir að þjóta upp metorðastigann og er nú fyrirliði Manchester Untied og fastamaður í enska landsliðinu.

Aðra sögu er að segja af Terry. Hann var mjög óheppinn með meiðsli allt frá því að hann missti af öllu 2011-12 tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann náði aðeins að leik samtals 24 leiki fyrir félagið áður en hann missti samning sinn hjá Sheffield United árið 2016.

Kennedy reyndi fyrir sér hjá minna þekktum félögum eins og Alfreton Town og Harrogate Town en á endanum varð hann að setja fótboltaskóna upp á hillu árið 2018 þá bara 25 ára gamall.

Lukkan snerist hins vegar honum í hag á dögunum þegar hann vann eina milljón punda í lottóinu.

Myndband af því þegar Terry frétti af því að hann væri búinn að vinna á miðann sinn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.