Íslenski boltinn

Leggur skóna á hilluna rétt rúm­lega þrí­tugur að aldri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnþór Ingi hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en samningur hans við KR rann út nú í haust.
Arnþór Ingi hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en samningur hans við KR rann út nú í haust. Vísir/Hulda Margrét

Arnþór Ingi Kristinsson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Skagamaðurinn hefur leikið með KR undanfarin ár og var til að mynda stór ástæða þess að liðið varð Íslandsmeistari sumarið 2019.

Þetta staðfesti Arnþór Ingi sjálfur í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag. Á ferli sínum lék hann með ÍA, Hamrifrá Hveragerði, Víking Reykjavík og KR ásamt því að leika í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma.

„Það er svolítið síðan að ég lét KR-inga vita af þessu. Það eru ýmsar ástæður, fannst þetta bara vera komið gott. Ég tók minn tíma til að hugsa þetta, komst að þessari niðurstöðu og er enn þeirrar skoðunar í dag,“ sagði leikmaðurinn fyrrverandi í spjalli sínu við Fótbolta.net.

Hann segir að engar viðræður við KR um nýjan samning hafi átt sér stað þar sem hann hafði þegar tekið ákvörðun sína.

Hinn 31 árs gamli Arnþór Ingi lék nær alltaf á miðjunni með KR en gat þó brugðið sér í allra kvikinda líki og var til að mynda reglulega færður milli leikstaða er hann lék með Víkingum.

Arnþór er 31 árs og lék oftast á miðjunni. Hann varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili með KR, árið 2019.

Alls lék Arnþór Ingi 222 KSÍ leiki, þar af 117 í efstu deild. Þá skoraði hann 24 mörk, þar af tvö í Evrópu. Bæði komu þau gegn FC Koper ytra árið 2015 er hann var leikmaður Víkings.

Hann síðasta mark á ferlinum – svo lengi sem skórnir verði áfram upp í hillu – var í glæsilegri kantinum en það tryggði KR 1-0 sigur á Keflavík á Meistaravöllum nú í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.