Erlent

Grunaður um að hafa kveikt í húsi þar sem Íslendingur fannst látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan í Kaupmannahöfn er nú með málið til rannsóknar. 
Lögreglan í Kaupmannahöfn er nú með málið til rannsóknar.  Getty

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn vegna gruns um að hafa kveikt í húsi þar sem Íslendingur fannst látinn. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á fimmtudag.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en Íslendingurinn fannst eftir að eldur kom upp í smáhýsi á Amager í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku.

Málið er rannsakað sem íkveikja en að sögn dönsku lögreglunnar beinist rannsóknin meðal annars að því hvort Íslendingurinn hafi verið látinn áður en eldurinn kom upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.