„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 22:44 Antonio Guterres á COP26 í Glasgow. AP/Alberto Pezzali António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55