Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 12:43 Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands til fjölda ára. Kosningabaráttan snerist að stórum hluta um fyrirhugaða námuvinnslu í grennd við bæinn Narsaq. Getty Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06