Erlent

Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Fúnafútí, aðaleyja Túvalú, séð úr lofti. Hæsti punktur eyjanna stendur aðeins fjórum og hálfum metra yfir sjávarmáli og því stendur eyríkinu mikil hætta af áframhaldandi hækkun sjávarstöðu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna.
Fúnafútí, aðaleyja Túvalú, séð úr lofti. Hæsti punktur eyjanna stendur aðeins fjórum og hálfum metra yfir sjávarmáli og því stendur eyríkinu mikil hætta af áframhaldandi hækkun sjávarstöðu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. AP/Alastair Grant

Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga.

Á meðal þess sem ráðamenn á Túvalú vilja kanna eru lagalegar leiðir til þess að landið verði áfram viðurkennt sem þjóðríki og það haldi efnahagslögsögu sinni.

„Við erum í raun að ímynda okkur verstu sviðsmyndir þar sem við neyðumst til þess að flytja burt eða ef landið okkar fyrir undir sjó,“ segir Simon Kofe, utanríkisráðherra, við Reuters-fréttastofuna.

Um ellefu þúsund manns búa á Túvalú en eyjan stendur aðeins fjóran og hálfan metra yfir sjávarmáli þar sem hún er hæst. Sjávarstaðn þar hefur hækkað um hálfan sentímetra á ári frá 1993.

Túvalú er á meðal láglendra Kyrrahafsríkja sem krefjast róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Myndbandsávarp Kofe sem verður sýnt á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag hefur vakið mikla athygli. Þar sést hann standa við ræðupúlt með sjó upp að hnjám. Myndbandið var tekið upp þar sem var áður þurrt land.

„Við héldum ekki að það færi út um allt eins og við höfum séð síðustu daga. Við höfum verið mjög ánægð með það og vonandi flytur það áfram skilaboðin og leggur áherslu á þær áskoranir sem Túvalú stendur frammi fyrir í augnablikinu,“ segir Kofe.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.