Klopp reiður: Dómarinn faldi sig á bak við VAR til að auðvelda sér lífið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Alisson reynir að útskýra það fyrir Craig Pawson hvað gerðist í horninu. AP/Ian Walton Jürgen Klopp sá sína menn í Liverpool tapa í fyrsta sinn í gær og knattspyrnustjórinn brosmildi gerði eitthvað allt annað en að brosa í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira