Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 00:31 Baráttukonan Greta Thunberg lét leiðtoga heimsins aldeilis heyra það fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum í ræðu sem hún hélt fyrir þúsundir ungmenna og annarra í Glasgow í dag. Mynd/AP Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast. Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“ Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“
Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13