Erlent

COP26: Stórar kola­þjóðir heita því að draga úr kola­bruna

Atli Ísleifsson skrifar
Kolabruni er sá þáttur sem á stærstan hlut að máli þegar kemur að loftslagsbreytingum af manna völdum.
Kolabruni er sá þáttur sem á stærstan hlut að máli þegar kemur að loftslagsbreytingum af manna völdum. Getty

Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni.

Kolabruni er sá þáttur sem á stærstan hlut að máli þegar kemur að loftslagsbreytingum af manna völdum.

Um 190 þjóðir taka þátt í loforðinu að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu og þar á meðal eru stórnotendur eins og Pólland, Víetnam og Chile.

Hins vegar vantar á listann stærstu kolanotendur heimsins, sem eru lönd á borð við Ástralíu, Kína og Bandaríkin.

Í loforðinu felst að þessar þjóðir munu ekki fjárfesta frekar í kolaiðnaði, bæði heimafyrir og erlendis og að unnið verði að því að finna aðra grænni orkugjafa.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×