Solskjær kveðst ekki skilja umræðuna um Ronaldo: Einn besti leikmaður sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. nóvember 2021 11:01 Ole Gunnar Solskjær þakkar Cristinao Ronaldo kærlega fyrir sitt framlag. Catherine Ivill/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, gefur lítið fyrir umræðu þess efnis að koma Cristiano Ronaldo til félagsins hafi ekki haft góð áhrif á leik liðsins. Spilamennska Man Utd hefur ekki þótt sannfærandi það sem af er leiktíðar og situr liðið í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Einhverjir spekingar telja tilveru Ronaldo innan liðsins hafa slæm áhrif á leikstílinn en ekki er þó hægt að kvarta mikið yfir framlagi Portúgalans snjalla sem hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum. „Hann er einn besti fótboltamaðurinn sem hefur gengið um þessa plánetu. Hans áhrif hafa verið gríðarleg. Hann skorar mörk og vinnur vel fyrir liðið. Hann er úrvals atvinnumaður.“ „Ég skil ekki hvernig fólk getur litið á komu hans neikvæðum augum. Við erum mjög ánægðir með hvernig hann hefur byrjað hjá okkur,“ segir Ole Gunnar. Man Utd mætir Man City í stórleik 11.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa steinlegið fyrir hinum erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford um síðustu helgi. „Við erum búnir að segja skilið við þann leik. Auðvitað fer hann í sögubækurnar en við höfum átt góða viku. Við náðum í góð úrslit á útivelli í erfiðum leik og við höfum jákvætt hugarfar,“ segir Ole, stálsleginn. „Við verðum að fara inn í þennan leik með trú á að við getum gert góða hluti. Þetta er nágrannaslagur og það vita allir hvað er mikið undir.“ Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Spilamennska Man Utd hefur ekki þótt sannfærandi það sem af er leiktíðar og situr liðið í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Einhverjir spekingar telja tilveru Ronaldo innan liðsins hafa slæm áhrif á leikstílinn en ekki er þó hægt að kvarta mikið yfir framlagi Portúgalans snjalla sem hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum. „Hann er einn besti fótboltamaðurinn sem hefur gengið um þessa plánetu. Hans áhrif hafa verið gríðarleg. Hann skorar mörk og vinnur vel fyrir liðið. Hann er úrvals atvinnumaður.“ „Ég skil ekki hvernig fólk getur litið á komu hans neikvæðum augum. Við erum mjög ánægðir með hvernig hann hefur byrjað hjá okkur,“ segir Ole Gunnar. Man Utd mætir Man City í stórleik 11.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa steinlegið fyrir hinum erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford um síðustu helgi. „Við erum búnir að segja skilið við þann leik. Auðvitað fer hann í sögubækurnar en við höfum átt góða viku. Við náðum í góð úrslit á útivelli í erfiðum leik og við höfum jákvætt hugarfar,“ segir Ole, stálsleginn. „Við verðum að fara inn í þennan leik með trú á að við getum gert góða hluti. Þetta er nágrannaslagur og það vita allir hvað er mikið undir.“
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira