Erlent

„Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín

Samúel Karl Ólason skrifar
Sendiráð Rússlands í Berlín. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga á efri hæðum byggingarinnar.
Sendiráð Rússlands í Berlín. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga á efri hæðum byggingarinnar. EPA/FELIPE TRUEBA

Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október.

Engin lögreglurannsókn fór fram og var líkið mannsins ekki krufið vegna pólitískrar stöðu hins látna. Fjölmiðlar ytra segja manninn hafa verið 35 ára gamlan og hann hafi starfað sem annar ritari sendiráðsins.

Der Spiegel segir öryggisþjónustur Þýskalands telja manninn hafa verið njósnara FSB, leyniþjónustu Rússlands.

Þá segjast rannsakendur Bellingcat hafa staðfest að maðurinn hafi verið sonur hershöfðingjans Alexey Zhalo, sem er einn æðsti yfirmaður FSB. Zhalo stýrir deild FSB sem Þjóðverjar og önnur ríki telja hafa staðið að eitrun Alexeis Navalní í fyrra og annarra í Rússlandi. Deildin er einnig talin hafa staðið að morði manns frá Georgíu sem skotinn var til bana í Berlín árið 2019.

Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní

Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur ekki viljað tjá sig um máið að „siðferðislegum“ ástæðum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.