Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 13:07 Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir. Getty/Pavlo Gonchar Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira