Sævar um kolefnisspor vegna COP26: „60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 21:54 Sævar Helgi Bragason segir að þó vissulega sé kolefnisspor af COP26, sé von til þess að ráðstefnan verði til þess að samdrátturinn í losun verði meiri en það. Kolefnisspor vegna flugferða þeirra 50 Íslendinga sem sækja yfirstandandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, er á við losun sex sparneytinna, olíuknúinna bíla á ári. Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira