Erlent

Skella í lás eftir fyrsta kórónu­veiru­smitið

Atli Ísleifsson skrifar
Neiafu á Vava'u-eyju á Tonga.
Neiafu á Vava'u-eyju á Tonga. Getty

Stjórnvöld á Tonga hafa ákveðið að skella nær öllu í lás eftir að fyrsta kórónuveirusmitið kom upp á eyjunum á laugardaginn.

Nýsjálenskur ferðamaður kom smitaður til landsins síðastliðinn laugardag og var hann sá fyrsti sem greindist með Covid-19 á eyjunum.

Búið er að loka á almenningssamgöngur og þá hefur veitingastöðum og börum verið gert að loka. Sömu sögu er að segja af skólum og kirkjum. Að auki hefur fólk verið hvatt til að stunda fjarvinnu og þá hefur útgöngubanni verið komið á milli átta á kvöldin og sex á morgnana.

CNN segir frá því að öllum þeim 214 farþegum sem voru með hinum smitaða í flugvél hefur verið gert að sæta sóttkví í heilar þrjár vikur.

Siale 'Akau'ola, forstjóri Lýðheilsustofnunar Tonga, segir betra að bregðast hart við og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Íbúar Tonga í Kyrrahafi telja um 100 þúsund manns.


Tengdar fréttir

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum

Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×