Veður

Norð­læg átt og hiti um eða yfir for­st­marki

Atli Ísleifsson skrifar
Bjartviðri verður á Suðurlandi og él norðvestanlands.
Bjartviðri verður á Suðurlandi og él norðvestanlands.

Lægðargangur er nú austur af landinu og því norðlæg átt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu en heldur hvassara austast.

Á vef Veðurstofunnar segir að bjartviðri verði á Suðurlandi og él norðvestanlands.

„Norðaustantil á landinu er samfelldari úrkoma, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Hiti um eða yfir frostmarki, en mildara við suðurströndina.

Él norðan- og austanlands í kvöld og á morgun, með kólnandi veðri.

Á miðvikudag snýst vindur líklega í suðvestanátt, með dálítilli snjókomu og síðar slyddu eða rigningu vestantil. Á austanverðu landinu þykknar væntanlega upp seinni partinn eða um kvöldið og þá dregur úr frosti.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Él á N- og A-landi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig. Lægir N- og V-lands um kvöldið.

Á miðvikudag: Snýst í suðvestan 8-15 með dálítilli snjókomu og síðar slyddu eða rigningu vestantil. Hægari vindur á A-verðu landinu, léttskýjað og kalt, en þykknar upp og hlýnar um kvöldið.

Á fimmtudag: Vestlæg átt og smáskúrir eða él, en þurrt á SA- og A-landi. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Á föstudag: Snýst í austanátt með rigningu eða slyddu, hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðvestlæg átt með slyddu eða snjókomu og síðar éljum, en úrkomulítið S- og V-lands. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir vestlæga eða breytileg átt með éljum V-til á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.