Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 14:01 Hæstiréttur mun úrskurða um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi vald til að setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Úrskurður mun ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári. Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira