Brugðumst Solskjær á einum versta degi á okkar ferli Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 14:00 Harry Maguire brúnaþungur á leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að með niðurlægjandi 5-0 tapinu gegn Liverpool á sunnudag hafi leikmenn United brugðist knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær og öllum sem að félaginu komi. „Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira