Enski boltinn

Rodgers ofar en Conte á óskalista United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brendan Rodgers hefur náð eftirtektarverðum árangri með Leicester City.
Brendan Rodgers hefur náð eftirtektarverðum árangri með Leicester City. getty/James Williamson

Forráðamenn Manchester United hafa áhuga á Brendan Rodgers fari svo að Ole Gunnari Solskjær verði sagt upp sem knattspyrnustjóra liðsins.

Samkvæmt heimildum ESPN er Rodgers ofar á óskalista United en Antonio Conte. Rodgers er stjóri Leicester City og það myndi því kosta United skildinginn að losa hann undan samningi þar. Conte er hins vegar án starfs.

United hefur gengið illa að undanförnu og tapaði 0-5 fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Forráðamenn United halda þó enn tryggð við Solskjær og hann stýrir liðinu gegn Tottenham á morgun og líklega gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn.

Rodgers hefur gert góða hluti hjá Leicester og gerði liðið að bikarmeisturum á síðasta tímabili. Leicester vann 4-2 sigur á United um þarsíðustu helgi.

Conte ku hafa áhuga á starfinu hjá United. Hann er með flotta ferilskrá en samt eru æðstu prestar á Old Trafford smeykir að ráða hann, meðal annars vegna persónuleikans og þess að hann muni gera miklar kröfur á að United láti til sín taka á félagaskiptamarkaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×