Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:29 Ebrahim Raisi, forseti Íran, er sagður setja hörð skilyrði fyrir nýjum kjarnorkusamningi. Getty/Majid Saeedi Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta. Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta.
Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00
Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24
Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46