Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 09:06 Sólkerfið er í Svelgþokunni í um 28 milljón ljósára fjarlægð (t.v.). Efni sem svarthol eða nifteindastjarna gleypir í sig frá hinni stjörnunni í tvístirninu ofurhitnar og geislar röntgengeislun. Vísindamennirnir leituðu að röntgenuppsprettum sem dofnuðu tímabundið til að finna mögulegar fjarreikistjörnur. X-ray: NASA/CXC/SAO/R. DiStefano, et al.; Optical: NASA/ESA/STSc Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira