Enski boltinn

Ferguson mætti á æfingasvæði United til að passa upp á Solskjær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær nýtur enn stuðnings Sir Alex Ferguson.
Ole Gunnar Solskjær nýtur enn stuðnings Sir Alex Ferguson. getty/Michael Regan

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á enn hauk í horni í Sir Alex Ferguson. Skotinn gerði sér ferð á æfingu United í gær til að sýna Norðmanninum stuðning.

Þrátt fyrir niðurlægjandi 0-5 tap fyrir Liverpool á sunnudaginn heldur Solskjær starfinu hjá United og stýrir liðinu gegn Tottenham á laugardaginn kemur.

Solskjær nýtur enn stuðnings framkvæmdastjórans Eds Woodward og Fergusons sem fékk Norðmanninn til United fyrir aldarfjórðungi.

Ferguson mætir ekki oft á æfingasvæði United lengur en gerði það í gær til að styðja við bakið á Solskjær. Sömu sögu er að segja af fyrrverandi stjórnarformanni United, Martin Edwards.

Lokaákvörðunin um framtíð Solskjærs liggur hjá Joel Glazer, eiganda og stjórnarformanni United.

Eftir ágæta byrjun á tímabilinu hefur gengið illa hjá United að undanförnu og liðið aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.