Enski boltinn

Chelsea og Sunderland á­fram eftir víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Sunderland fagna er ljóst varð að liðið væri komið áfram.
Leikmenn Sunderland fagna er ljóst varð að liðið væri komið áfram. Twitter/Sundarland

Chelsea og Sunderland tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Bæði lið fóru áfram eftir vítaspyrnukeppni.

Chelsea tók á móti Southampton og fyrir fram var reiknað með sigri heimamanna. Kai Havertz kom heimamönnum yfir í blálok fyrri hálfleiks með frábærum skalla. Staðan 1-0 í hálfleik.

Che Adams jafnaði hins vegar metin strax í upphafi síðari hálfleiks og reyndist það eina mark síðara hálfleiks. Staðan því 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma og þökk sé nýjum reglum enska deildarbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust Chelsea menn sterkari en þeir skoruðu úr fjórum spyrnum gegn aðeins þremur hjá Southampton og lærisveinar Thomas Tuchel því komnir áfram.

Á Loftus Road í Lundúnum var C-deildarlið Sunderland í heimsókn hjá Queens Park Rangers sem leikur í B-deildinni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því þurft að útkljá metin með vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust Sunderland mun sterkari aðilinn en þeir nýttu allar þrjár vítaspyrnur sínar meðan QPR brenndi af þremur. Sunderland því óvænt komið í 8-liða úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.