Markvörður Brentford frá næstu mánuðina | Gæti opnast pláss fyrir Patrik Sigurð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2021 23:31 Markvörður Brentford er meiddur eftir að hafa lent í samstuði gegn Leicester City á dögunum. Plumb Images/Getty Images David Raya, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, meiddist illa gegn Leicester City um liðna helgi og verður frá næstu fjóra til fimm mánuðina. Gæti það opnað tækifæri fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson sem er í dag á láni hjá Viking í Noregi. Hinn 26 ára gamli Raya slasaðist á vinstra hné er hann og Ayoze Pérez rákust saman undir lok leiksins sem endaði með 2-1 sigri Leicester City. Ekki er talið að Raya þurfi að fara í aðgerð en það er þó næsta víst að hann verði frá næstu fjóra til fimm mánuðina. Massive injury blow for Brentford with the news that David Raya will be ruled out for up to 5 months.It adds to their growing list of injuries and the pressure will be on Alvaro Fernandez to step up into the starting XI and perform.@TheAthleticUK https://t.co/IyhZB9wXGq— Jay Harris (@jaydmharris) October 26, 2021 Alvaro Fernandez kom inn fyrir Raya gegn Leicester. Sá er 23 ára gamall Spánverji sem kom á láni frá Huesca í sumar. Fernandez hefur setið á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili en spilað báða leiki Brentford í enska deildarbikarnum. Fernandez er sem stendur eini leikfæri markvörður í aðalliði félagsins. Félagið er þó með tvo á láni, þar á meðal Patrik Sigurð Gunnarsson, og tvo í B-liði sínu. Patrik Sigurður virtist vera næstur í röðinni á eftir Raya á undirbúningstímabilinu og var til að mynda á varamannabekk liðsins er það lagði Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á endanum var ákveðið að fá Fernandez á láni og var Patrik Sigurður í kjölfarið lánaður til Noregs þar sem hann leikur í efstu deild með Viking. Á síðustu leiktíð lék hann með bæði Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni er bæði lið flugu upp í úrvalsdeildina þar í landi. Það gæti því farið svo að Thomas Frank, þjálfari Brentford, kalli Patrik Sigurð til baka til að veita Fernandez samkeppni. Hvort það sé hægt nú strax eða þurfi að bíða þangað til félagaskiptaglugginn í janúar opnar verður að koma í ljós. Patrik Sigurður Gunnarsson lék gegn West Ham United á undirbúningstímabilinu og var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Raya slasaðist á vinstra hné er hann og Ayoze Pérez rákust saman undir lok leiksins sem endaði með 2-1 sigri Leicester City. Ekki er talið að Raya þurfi að fara í aðgerð en það er þó næsta víst að hann verði frá næstu fjóra til fimm mánuðina. Massive injury blow for Brentford with the news that David Raya will be ruled out for up to 5 months.It adds to their growing list of injuries and the pressure will be on Alvaro Fernandez to step up into the starting XI and perform.@TheAthleticUK https://t.co/IyhZB9wXGq— Jay Harris (@jaydmharris) October 26, 2021 Alvaro Fernandez kom inn fyrir Raya gegn Leicester. Sá er 23 ára gamall Spánverji sem kom á láni frá Huesca í sumar. Fernandez hefur setið á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili en spilað báða leiki Brentford í enska deildarbikarnum. Fernandez er sem stendur eini leikfæri markvörður í aðalliði félagsins. Félagið er þó með tvo á láni, þar á meðal Patrik Sigurð Gunnarsson, og tvo í B-liði sínu. Patrik Sigurður virtist vera næstur í röðinni á eftir Raya á undirbúningstímabilinu og var til að mynda á varamannabekk liðsins er það lagði Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á endanum var ákveðið að fá Fernandez á láni og var Patrik Sigurður í kjölfarið lánaður til Noregs þar sem hann leikur í efstu deild með Viking. Á síðustu leiktíð lék hann með bæði Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni er bæði lið flugu upp í úrvalsdeildina þar í landi. Það gæti því farið svo að Thomas Frank, þjálfari Brentford, kalli Patrik Sigurð til baka til að veita Fernandez samkeppni. Hvort það sé hægt nú strax eða þurfi að bíða þangað til félagaskiptaglugginn í janúar opnar verður að koma í ljós. Patrik Sigurður Gunnarsson lék gegn West Ham United á undirbúningstímabilinu og var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira