Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2021 14:40 Dómari í New York hefur skipað Andrési prinsi að svara spurningum lögmanna eiðsvarinn fyrir 14. júlí næstkomandi. EPA/WILL OLIVER Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. Málið snýr að ásökunum hinnar 38 ára Virginiu Giuffre sem sakar prinsinn um að hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur. Hún hefur sömuleiðis sagt að barnaníðingurinn auðugi Jeffrey hafi ítrekað brotið á sér. Hún sakar Andrés um að hafa brotið á sér í íbúð Ghislaine Maxwell, sem var náin samstarfskona Epsteins. Hún er í fangelsi og hefur verið ákærð fyrir mansal með því að hjálpa Epstein við að finna og búa ungar stúlkur undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum. Maxwell hefur lýst yfir sakleysi sínu en áætlað er að réttarhöld gegn henni hefjist þann 29. nóvember. Giuffre hefur einnig sakað Andrés um að brjóta á sér í glæsihýsi Epsteins í Manhattan og á einkaeyju hans. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Í frétt Guardian segir að Andrés verði að öllum líkindum eiðsvarinn þegar hann svari spurningum lögmanna. Það muni líka eiga við Giuffre. Lögreglan í London hefur ákveðið að ákæra Andrés ekki vegna þessa og hefur rannsókn verið hætt. Sjá einnig: Hætta rannsókn á máli Andrésar prins Andrés hefur neitað ásökunum Giffre og lögmenn hans segja þær stoðlausar. Prinsinn hefur sagt að hann muni ekki eftir því að hafa hitt Giuffre og þvertekur fyrir að hafa nauðgað henni. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. 10. október 2021 15:13 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti. 14. september 2021 09:13 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Innlent Fleiri fréttir Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Sjá meira
Málið snýr að ásökunum hinnar 38 ára Virginiu Giuffre sem sakar prinsinn um að hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur. Hún hefur sömuleiðis sagt að barnaníðingurinn auðugi Jeffrey hafi ítrekað brotið á sér. Hún sakar Andrés um að hafa brotið á sér í íbúð Ghislaine Maxwell, sem var náin samstarfskona Epsteins. Hún er í fangelsi og hefur verið ákærð fyrir mansal með því að hjálpa Epstein við að finna og búa ungar stúlkur undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum. Maxwell hefur lýst yfir sakleysi sínu en áætlað er að réttarhöld gegn henni hefjist þann 29. nóvember. Giuffre hefur einnig sakað Andrés um að brjóta á sér í glæsihýsi Epsteins í Manhattan og á einkaeyju hans. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Í frétt Guardian segir að Andrés verði að öllum líkindum eiðsvarinn þegar hann svari spurningum lögmanna. Það muni líka eiga við Giuffre. Lögreglan í London hefur ákveðið að ákæra Andrés ekki vegna þessa og hefur rannsókn verið hætt. Sjá einnig: Hætta rannsókn á máli Andrésar prins Andrés hefur neitað ásökunum Giffre og lögmenn hans segja þær stoðlausar. Prinsinn hefur sagt að hann muni ekki eftir því að hafa hitt Giuffre og þvertekur fyrir að hafa nauðgað henni.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. 10. október 2021 15:13 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti. 14. september 2021 09:13 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Innlent Fleiri fréttir Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Sjá meira
Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. 10. október 2021 15:13
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti. 14. september 2021 09:13