Erlent

Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi.
Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi. Getty/Artur Widak

FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri.

Til stendur að bólusetja 28 milljón börn á aldrinum fimm til ellefu ára en tillagan verður rædd á opnum fundi FDA í næstu viku. Stofnunin mun leita álits sérfræðinga í sviði bóluefna og munu þeir koma til með að greiða atkvæði með eða á móti tillögunni, að sögn AP News.

Vísindamenn FDA telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.