Antonio sökkti Tottenham

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Antonio fagnar með liðsfélögum sínum
Antonio fagnar með liðsfélögum sínum EPA-EFE/ANDY RAIN

Það er alltaf spenna fyrir alvöru Lundúnaslag en það er kannski ekki oft þannig að West Ham teljist sigurstranglegri gegn Tottenham. Það var þó raunin í dag og voru þeir sterkari aðilinn í leiknum.

Leikurinn einkenndist af mikilli stöðubaráttu og það var ekkert sérstaklega mikið um opin færi. Harry Kane fékk eitt besta færi Tottenham skömmu áður en sigurmarkið kom. Hann átti þá skalla á fjærstöng sem Lukasz Fabianski í marki West Ham þurfti að hafa fyrir því að verja.

Á 72. mínútu fékk West Ham hornspyrnu. Aaron Creswee gaf fyrir og Harry Kane týndi Michail Antonio sem þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði þetta mikilvæga mark. West Ham er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig en Tottenham er í því sjötta með 15.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira