Erlent

Að minnsta kosti 24 látnir í miklum rigningum á Indlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Miklar rigningar hafa meðal annars valdið flóðum og aurskriðum.
Miklar rigningar hafa meðal annars valdið flóðum og aurskriðum. AP/R S Iyer

Miklar rigningar hafa gengið yfir suðurhluta Indlands síðustu daga og hafa ár víða flætt yfir bakka sína með tilheyrandi tjóni og röskun á samgöngum.

Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið en samband hefur rofnað við fjölda bæja og borga á svæðinu þar sem flóðin hafa rofið vegi og rifið niður síma- og rafmagnslínur. 

Verst er ásatandið í Kerala-ríki en þar hafa aurskriður einnig fallið víða. Indverski herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar á svæðinu og þúsundum hefur verið komið í öruggt skjól en um hundrað neyðarbúðir hafa verið settar upp í ríkinu. 

Flóð eru fremur algeng í Kerala en þeim hefur fjölgað þar sem votlendi hefur verið þurrkað upp til að byggja mannabústaði og jafnvel heilu stöðuvötnin. Votlendið tók áður við auknu vatnsmagni þegar rigndi en því er ekki lengur fyrir að fara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.