Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið en samband hefur rofnað við fjölda bæja og borga á svæðinu þar sem flóðin hafa rofið vegi og rifið niður síma- og rafmagnslínur.
Verst er ásatandið í Kerala-ríki en þar hafa aurskriður einnig fallið víða. Indverski herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar á svæðinu og þúsundum hefur verið komið í öruggt skjól en um hundrað neyðarbúðir hafa verið settar upp í ríkinu.
Flóð eru fremur algeng í Kerala en þeim hefur fjölgað þar sem votlendi hefur verið þurrkað upp til að byggja mannabústaði og jafnvel heilu stöðuvötnin. Votlendið tók áður við auknu vatnsmagni þegar rigndi en því er ekki lengur fyrir að fara.