Íslenski boltinn

Ásgerður framlengir við Íslandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir faðmar liðsfélaga sinn, Dóru Maríu Lárusdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir faðmar liðsfélaga sinn, Dóru Maríu Lárusdóttir. vísir/daníel

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir framlengdi í dag samningi sínum við Íslandsmeistaralið Vals út næsta tímabil.

Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag, en Ásgerður gekk til liðs við Valskonur árið 2019 frá Stjörnunni.

Ásgerður er 34 ára og tilkynningunni kemur fram að hún hafi verið mikilvægur hlekkur innan félagsins, bæði sem leikmaður og í þjálfarateymi liðsins. Hún hefur gríðarlega reynslu á bakinu og hefur leikið 314 leiki í deild og bikar á ferlinum.

Ásgerður ólst upp hjá Breiðablik áður en hún samdi við Stjörnuna árið 2005. Hún lék með Stjörnunni í 14 ár, ef frá er talið stutt stopp hjá Kristianstad í Svíþjóð árið 2015.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.